Leið fyrir mjög vana hlaupara.
-
Skráningargjald
- Vegalengd: 106 km.
- Dagsetning: 6. júní 2025.
- Ræsing: 18:00.
- Skráningargjald: 46.900 kr.
- Skráningargjald til miðnættis 2. febrúar: 36.900 kr.
- Skráningargjald til miðnættis 10. desember 2024: 29.900 kr.
- Skráningu lýkur: kl. 23:59 þann 1. júní 2025
Innifalið í mótsgjaldi:
• Brautar- og öryggisgæsla.
• Trackerar sem sýna hlaupara í rauntíma.
• Drykkir og matur á drykkjarstöðvum á Ölkelduhálsi og í Sleggjubeinsskarði.
• Salernisaðstaða á Ölkelduhálsi og í Sleggjubeinsskarði.
• Þátttökuverðlaun og sigurverðlaun.
• Grillaður hamborgari og drykkur í markinu.
• Sturtuaðstaða og frítt í sund í sundlauginni Laugarskarði.
• Aðgangur að lækni og hjúkrunarfólki í Hveragerði.
• Tímataka og númer.
• Flutningur til byggða fyrir þau sem ekki ná tímamörkum.
* Tímamörk: 1. hringur: 10 tímar, 2. hringur: 12 tímar, endamark: 22 tímar.
Skyldubúnaður samkvæmt mótaskrá. - Gögn
-
Leiðarlýsing
106km hlaupið er ræst í Breiðumörk, aðalgötunni í Hveragerði, við ráðhús bæjarins. Hlaupið er framhjá Skyrgerðinni, gegnum lystigarðinn og upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er skógarstígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn í átt að íþróttahúsinu þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá og Dalakaffi innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á gönguslóða að Ölkelduhálsi þar til komið er að vegvísi sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið. Við vegvísinn er farið niður á línuveg og þá að drykkjarstöð.
Eftir drykkjarstöð er línuvegi fylgt. Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem er drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.
Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að drykkjarstöð og þá að vegvísi við Ölkelduháls. Þá farin sama leið niður að Klambragili. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna í Breiðumörk. Þá er snúið við og sami hringur hlaupinn aftur.
Það er við öllu að búast á þessari leið og veður getur breyst með litlum fyrirvara. Það er því nauðsynlegt að hlaupa með allan skyldubúnað og vera við öllu búin.
Hæðarlýsing og landslag með drykkjarstöðvum: