Utanvegahlaup í fallegu landslagi

Hengill Ultra Trail

Salomon Hengill Ultra

Hengill Ultra Trail verður nú haldin í þrettánda sinn dagana 6. og 7. júní 2025.

Boðið verður uppá fjölbreyttar hlaupaleiðir; 5K, 10K, 26K, 53K og 106K.

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður í miðbæ Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 26km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann.  53km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 106km fara þá leið tvisvar. Útsýnið er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi.

Á meðan Hengill Ultra er í gangi þá breytist Hveragerði í hlaupa karnival með sölusýningu í íþróttahúsinu. Þar verða einnig allir brautarfundir fyrir hverja vegalengd fyrir sig ásamt verðlaunaafhendingu. Hveragerði ljómar öll og hefur nóg upp á að bjóða fyrir gesti.

Dagskrá keppninnar má nálgast hér.

Hengil Ultra er viðurkennt hlaup hjá ITRA
ITRA logo

Skoðaðu keppnirnar

Nýjustu upplýsingar

Fréttir

5 leiðir

  • Stígðu fyrsta skrefið
  • Settu í annan gír
  • Njóttu samverunnar
  • Bættu metið
  • Sigraðu sjálfan þig
  • Komdu í mark!

Leiðir fyrir alla fjölskylduna

Leiðir og Kort

Það má með sanni segja að það sé eitthvað fyrir alla í Hengil Ultra, allt frá 5km byrjenda- og skemmtileið upp í 106km fyrir þau allra hörðustu!

Tímataka.net sinnir tímatöku eins og í síðustu keppnum. Nokkrir milli-tímar verða teknir í brautinni til að auka upplýsingaflæði og um leið öryggi keppenda. Reglur og listi með skylduútbúnaði fyrir lengri hlaupin í Hengil Ultra má nálgast hér. Dagskrá má nálgast hér.

Smelltu hér fyrir reglur hlaupsins og lista yfir skylduútbúnað sem á við í 53km og 106km. Liður í því að auka öryggi keppenda okkar er öryggisskoðun þar sem farið er yfir skyldubúnað keppenda í þessum vegalengdum og fer sú skoðun fram á brautarfundi fyrir hvert og eitt hlaup. Í enda hlaups getur einnig komið til öryggisskoðunar.

Úrslit síðustu ára:

2024 úrslit
2023 úrslit
2022 úrslit
2021 úrslit
2020 úrslit
2019 úrslit

Hengill Ultra Trail 106K
Vanir hlauparar
106 km Vanir hlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
106 km
Dagssetning
6. júní 2025
Ræsing
18:00

Leið fyrir mjög vana hlaupara.

  • Skráningargjald
  • Gögn
  • Leiðarlýsing
Hengill Ultra Trail 53K
Vanir hlauparar
53 km Vanir hlauparar
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
53 km
Dagssetning
7. júní 2025
Ræsing
08:00

53 kílómetrar yfir holt og hæðir. Krefjandi braut sem gaman er að sigra.

  • Skráningargjald
  • Gögn
  • Leiðarlýsing
Hengill Ultra Trail 26K
Krefjandi leið
26 km Krefjandi leið
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
26 km
Dagssetning
7. júní 2025
Ræsing
13:00

26 kílómetrar yfir holt og hæðir. Þessi leið er krefjandi og ekki fyrir byrjendur

  • Skráningargjald
  • Gögn
  • Leiðarlýsing
Hengill Ultra Trail 10K
Skemmtiskokk
10 km Skemmtiskokk
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
10 km
Dagssetning
7. júní 2025
Ræsing
10:00

Skemmtileg leið fyrir skemmtiskokk

  • Skráningargjald
  • Gögn
  • Leiðarlýsing
Hengill Ultra 5K
Byrjendur
5 km Byrjendur
106km <?php echo $textfieldMap; ?>
                        af leið
5 km
Dagssetning
7. júní 2025
Ræsing
14:00

Frábær leið fyrir alla fjölskylduna. Byrjendur sem helgarskokkarar takið höndum saman!

  • Skráningargjald
  • Gögn

Upplýsingar og efni

Umgjörð

Dagskrá

Það verður nóg um að vera í blómabænum Hveragerði í kringum keppnina. Kynntu þér Umgjörðina hér.

Nánar hérna

Reglur

Reglurnar okkar eru fyrst og fremst ætlaðar til að passa upp á öryggi þátttakenda. Kynntu þér reglurnar.

Nánar hérna

Skilmálar

Miklvægt að kynna sér þetta og hafa á hreinu svo allir séu sáttir og í gír. Lestu skilmálana.

Nánar hérna


Spurt & Svarað

  • Hvenær verða mótsgögn afhent?

    2025

    Fimmtudagur 5. júní, Reykjavík
    Kl. 12:00-18:00 Afhending gagna í í versluninni Útilíf, Skeifan 11d, 108 Reykjavík
    Kl. 18:00-18:30 Brautarkynning í Útilíf, Skeifunni 11d, sem og í beinni útsendingu á Facebook síðu keppninnar

    Föstudagur 6. júní Reykjavík
    Kl. 12:00-18:00 Afhending gagna í í versluninni Útilíf, Skeifan 11d, 108 Reykjavík

    Laugardagur 7. júní Hveragerði
    Kl. 07:00-13:30 Afhending gagna í Expó höllinni, íþróttahúsinu Hveragerði

  • Hvað er ITRA?
  • Er hægt að breyta nafni og skráningu?
  • Hvað um endurgreiðslur?
KIA Gullhringurinn

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik