Hentar vönum hlaupagörpum
-
Skráningargjald
• Vegalengd: 10.0 km.• Dagsetning: 14. september 2024
• Ræsing: 10:30• Skráningargjald til 30. ágúst: 6.900,- kr
• Skráningargjald 8.900,- krSkráningu lýkur á miðnætti 13. september - Gögn
-
Leiðarlýsing
Garmin Eldslóðin er ræst við Vífilsstaði. Hlaupaleiðin liggur að Vífilsstaðavatni og síðan er hlaupið rangsælis við vatnið í austurátt. Við enda vatnsins er farið upp nýjan Z-stíg sem liggur að malarveginum við Grunnavatn. Malarvegurinn er beinn og breiður og hann er hlaupinn til enda að svo kölluðum línuvegi þar er tekin hægri beygja og stefnan tekin á Vífilsstaðahlíð. Þá kemur hægri beygja inn á stíg sem liggur ofan á Vífilsstaðahlíðinni og er sá stígur hlaupinn að útsýnispallinum efst í hlíðinni. Við útsýnispallinn er vinstri beygja á stíg sem liggur aftur út á línuveginn. Þegar komið er aftur út á línuveginn er hlaupið til hægri og niður alla brekkuna að drykkjarstöð. Þar fara 10 km hlauparar til hægri og stefna niður alla Vífilsstaðahlíðina í átt að Garðabæ, fara í gegnum bílaplanið neðst í hlíðinni og inn á stíg sem liggur til hægri að Vífilsstaðavatni. Þegar komið er að neðra bílaplaninu við Vífilsstaðavatn liggur leiðin aftur að Vífilsstöðum.