KIA Gullhringurinn á Selfossi um helgina

KIA Gullhringurinn er nú haldinn í tólfta sinn dagana 1. og 2. júlí en hann er sannarlega eitt stærsta og um leið skemmtilegasta hjólreiðamót landsins. Keppnin var fyrst haldin árið 2012 á Laugarvatni og hefur fyrir löngu skapað sér fastan stað í mótadagatali hjólreiðafólks. Nú er svo komið að á Selfossi er keppnin orðin tveggja daga viðburður.  

Á laugardaginn er keppt í tveimur vegalengdum 59 km og 43 km vegalengd en í seinni vegalengdinni er boðið upp á þátttöku með og án tímatöku. Þannig geta vinahópar, saumaklúbbar og vinnustaðahópar hjólað saman á laugardagskvöldið 43 km hring sér til skemmtunar án tímapressu. Rafmagnshjól eru einnig velkomin í þá vegalengd og er hún hugsuð sem sameiginlegt skemmtimót allra sem hafa gaman af hjólreiðum en ekki bara þá sem skara fram úr í sportinu. 

Allar vegalengdir mótsins á laugardag eru ræstar á Brúarstræti í Miðbæ Selfoss og koma svo í lokamark fyrir framan Mjólkurbúið og Mathöllina. Strax og þátttakendur koma í mark hefst Eftirpartý á Sviðinu, tónleikastaðnum í hjarta Miðbæjarins, og tilboð á mat og drykkjum verða fyrir þátttakendur og áhorfendur á flestum veitinga- og skemmtistöðum Miðbæjarins á laugardag. Allar verðlaunaafhendingarnar verða síðan í Eftirpartýinu á Sviðinu klukkan 20:30 en þangað eru allir velkomnir ekki bara þátttakendur. 

Á sunnudaginn bjóða KIA og BYKO upp á fjölskylduhring þar sem hjólað er frá BYKO á Selfossi það sem Sunnlendingar kallar Votmúlahringinn og endað í pulsugrilli við BYKO.  Leiðin er um 12 km en ekki er um keppni að ræða heldur svokallað samhjól þar sem allir aldurs- og getuflokkar hjóla saman sér til skemmtunar.  Öll hjól, þar með talin rafmagnshjól, eru velkomin og fjölskyldur hvattar til að fjölmenna. Endað verður í pulsugrilli og tónlistaratriði á BYKO planinu á Selfossi þar sem fulltrúar frá Sonax bóni verða mættir til að kenna öllum að þrífa hjólin, smyrja keðjurnar og bóna með nýrri hjólabónlínu frá þeim sem allir fá að prófa.

KIA Gullhringurinn KIA Golden Circle
KIA Gullhringurinn KIA Golden Circle
KIA Gullhringurinn KIA Golden Circle

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik