Brautarskoðun fyrir Landsnet MTB

Í dag fimmtudag 9. september klukkan 18 býðst öllum keppendum að koma í brautarskoðun og kynna sér brautina sem verður hjóluð í Landsnet MTB á laugardag. Við förum frá Skíðaskálanum í Hveradölum og skoðunin tekur um tvo til tvo og hálfan tíma.

Lítils háttar breytingar hafa verið gerðar á brautinni sem kynnt var í upphafi og verða keppendum sent uppfærð Strava og gps skrár fyrir Garmin hjólatölvur og Garmin úr og sambærileg tæki. Breytingarnar eru gerðar vegna mikillar drullu í hluta brautarinnar.

Ennþá er hægt að skrá sig til leiks en núna eru 165 þátttakendur að fara að hjóla. Skráning í mótið hér

Gögn fyrir keppnina verða afhent í KRÍU, Skeifunni 11b í dag og á morgun föstudag kl 12-18.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik