Votmúlahringurinn hentar fjölskyldunni

Í KIA Gullhringnum í ár er boðið upp á 12 km samhjóli. Brautin er leið sem Selfossbúar kalla Votmúlahringinn. Þessi leið verður oftast fyrir valinu þegar heimafólk leggur i fyrsta hjólatúrinn sinn út úr bænum. Votmúlahringurinn er frábær fjölskylduhringur. Hann er ræstur 10. júlí klukkan 18:10, eftir frábært upphitunar partý með Herra Hnetusmjör, BMX Brothers og fleirum á planinu við Hótel Selfoss. Þegar komið er í mark, fá allir þátttöku medalíu til minningar um áfangann og þá er öllum boðið í grill partý og drykki. Frábær skemmtun fyrir alla!

Ræst er í Votmúlahringinn við Hótel Selfoss og hjólað í austur í fylgd lögreglu í svokölluðu “soft starti”  í gegnum Selfoss. Leiðin liggur austur fyrir Bónus og þar er beygt af Austurvegi (Suðurlandsvegi) til hægri útúr hringtorginu við Bónus niður þjóðveg númer 33, Gaulverjabæjarveg. Eftir um það bil tvo og hálfan kílómeter áleiðis á Gaulverjabæjarvegi er aftur beygt til hægri inn á þjóðveg 310, Votmúlaveg, og hjólað í austur eftir Votmúlavegi  að þjóðvegi 34, Eyrarbakkavegi. Þar er beygt til hægri inn að Selfossi aftur. Rétt áður en komið er inn á Selfoss er lokamark keppninnar sem er rétt innan við Bjarkarveg. Eftir að hafa hjólað í gegnum endamarkið halda þátttakendur áfram að hjóla rólega í áttina að Hótel Selfoss og nýja miðbænum þar sem tekið verður á móti öllum og þátttöku medalíur veittar.

Skráning hér

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik