Ofurhlaupararnir Börkur Reykjalín og Gunnar Viðar hlaupa 104 km áheitahlaup til styrktar Píeta samtökunum.

Ofurhlaupararnir
Ofurhlaupararnir

Ofurhlaupararnir og vinir Hengils Ultra þeir Börkur Reykjalín og Gunnar Viðar hlupu af stað í morgun klukkan 06:00 en í dag ætla þeir að hlaupa 104 kílómetra í áheitahlaupi til styrktar Píeta samtökunum. Þeir félagar ætla sér að hlaupa vegalengdina á 400 metra hlaupabrautinni á Varmárvelli í Mosfellsbæ í dag. Þeir sem ekki hafa tök eða áhuga að hlaupa bendum við á reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög 0301-26-041041, KT: 410416-0690Afreksfólkið Svanur Karlsson, Þórir Erlingsson, Felix Sigurðsson, Sigurjón Ernir Sturluson, Nick Gísli Janssen, Þorsteinn Másson og Mari Järsk voru mætt til að hlaupa og styðja við þá Börk (191) og Gunnar (192) sem er fremstir á myndinni. Með hlaupinu er ætlunin að vekja áhuga á og styrkja starfsemi Píeta samtakanna eins og fyrr segir. Hægt er að koma niður á völl Aftureldingar og slást í hópinn með þeim og hlaupa með. „Það má segja að það sé táknrænt að hefja hlaupið í myrkrinu í morgun og hlaupa á móti deginum“ sagði Þórir Erlingsson mótstjóri Víkingamótanna og Hengils Ultra sem aðstoðar þá félaganna utan brautar í að láta viðburðinn ganga. En aðstaða til hlaupa í dag eru mjög þorralegar, þrettán metrar á sekúndu og þriggja stiga frost.

Um Hengil Ultra

Hengill Ultra er stærsta utanvegar hlaupakeppni á Íslandi, þar sem leiðir fara um og yfir Hengilssvæðið. Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður við Skyrgerðina veitingastað og gistiheimili í hjarta Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik