Chema Martínes heiðursgestur 53K

Spænski hlauparinn Chema Martínez verður sérstakur heiðursgestur í Hengil Ultra í Hveragerði í ár. Chema vann gull verðlaun í 10.000 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Munchen árið 2002 og silfur í sömu grein á EM í Gautaborg árið 2006 auk fjölda annarra Spánar meistaratitla. Chema var fulltrúi Spánar á Ólympíuleikunum 2004, varð níundi í 10.000 metra hlaupi og á Ólympíuleikunum í Peking 2008, þar sem hann varð sextàndi í maraþonhlaupi Ólympíuleikanna. Chema sigraði einnig Madrid maraþonið árið 2008, fèkk bronsverðlaun á Miðjarðarhafsleikunum àrið 2005, silfurverðlaun í hálfmaraþoni á Miðjarðarhafsleikunum 2009 og var í áttunda sæti í maraþoninu á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2009.

Chema ferðast til Íslands með myndatökufólk með sér sem er að framleiða efni um Hengil Ultra en um fjögur hundruð þúsund manns fylgja Chema á Instagram og Facebook. Hann ætlar að hlaupa í 53km útgáfunni af Hengil Ultra en hún er ræst klukkan 08:00 laugardaginn 8. júní. Bein útsending verður frá keppninni og íþrótta- og utanvegahlaupa expo sýning í íþróttahúsinu í Hveragerði á laugardeginum. Tónleikar verða á Skyrgerðinni á föstudags- og laugardagskvöld og lokapartý í íþróttahúsinu á laugardagskvöldið og inn í nóttina.

Hengill Ultra fer fram dagana 7. og 8. júní næstkomandi í Hveragerði en mótið hefur verið haldið síðan 2012.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik