Mótið er byrjað! Bein útsending og merktu #hengill23 á Twitter
Salomon Hengill Ultra mótið er byrjað! Nú í morgun lögðu af stað hetjurnar í 100 mílu hlaupinu og létu smá regn ekki á sig fá. Framundan er frábær hlaupahelgi í góðum félagsskap. Hægt er að fylgjast beint með hlaupinu á visir.is og munu ýmsir góðir gestir koma fram og spjalla um gang mála. Smelltu hérna til þess að horfa á hlaupið.
Kort af svæði og dagskrá í dag, föstudag
Hérna fyrir neðan er svo kort af ýmsum stöðvum og stöðum í kringum keppnina. Helstu punktar í dagskrá fyrir keppnina í dag er svohljóðandi:
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ HVERAGERÐI
- 09:30 Öryggisskoðun og brautarfundur
- 10:00 Kynning og ræsing 100 mílur (161 km)
- 17:00 Hengill Expó opnar í íþróttahúsinu
- 17:00 -23:00 Afhending gagna í Expó höllinni
Smelltu hérna til þess að skoða ýtarlegri dagskrá.
Sendu kveðju með #hengill23 á Twitter
#Hengill23 á Twitter kemur kveðjum frá vinum og vandamönnum allstaðan af úr heiminum í beina útsendingu á Vísir.is útsendingu. Þar er líka hægt að senda uppfærðar fréttir breint frá hlaupurum í brautinni frá fólki sem er að fylgjast með.
Hlökkum til að sjá ykkur öll og húrra fyrir frábærri hlaupahelgi!