Brautarskoðun á sunnudag

Sunnudaginn 14. maí ætlum við að vera með æfingar í Hengil Ultra brautinni með fólki sem þekkir vel til. Þið eruð öll velkomin hvort sem þið stefnið á 10km, 26km eða lengra í sumar. Eða hreinlega ætlið ekki að hlaupa Hengil í sumar en langar bara að taka æfingu með flottum hópi 🙂

kl. 09:00 – 26km brautin 
Sigurjón Ernir ætlar að hlaupa frá ráslínu í Hveragerði (fyrir framan bæjarskrifstofurnar) alla 26 km brautina upp að Ölkelduhálsi og tilbaka inn í Hveragerði. 

Kl. 09:30 – Hluti af 26km brautinni 
Þau sem vilja bara taka Reykjadalshlutann og upp að Ölkeldushálsi geta slegist í hóp með Sigurjóni frá Reykjadalskaffi og upp dalinn og að Ölkeldu og stoppa svo aftur við Reykjadalskaffi þegar niður er komið – þetta er um 12 km hringur. 

kl. 10:00 – 10km brautin 
Lagt af stað frá ráslínu við bæjarskrifstofurnar í Hveragerði. Fulltrúar frá Hengil Ultra hlaupa uppúr bænum inn í kringum Hamarinn, upp í Gufudal og niður að bæjarskrifstofunum aftur.

Sjá viðburð á Facebook

Þau sem vilja gista á Hótel Örk geta nýtt sér kóðann hengill2023 fyrir 15% afslátt

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik