Sigurvegarar í Landsnet MTB 2022!
Pétur og Guðbjörg sigruðu Landsnet MTB
Veðrið lék við keppendur við Skíðaskálann í gær.
Fjallhjólreiðakeppnin Landsnet MTB fór fram við Skíðaskálann í Hveradölum í gær í blíðskapar veðri. Mótið er eitt fjögurra í Víkingamótaröðinni en um næstu helgi fer NOW Eldslóðin fram og laugardaginn 10. september er það KIA Gullhringurinn.
Pétur Vilhelm kom fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum 1:04:29 og Guðbjörg Arnardóttir 01:34:08 sigraði kvennaflokkinn á . Einnig var boðið upp á rafhjólaflokk en það Dagný Pétursdóttir sem vann hann á tímanum 01:09:04 og þá væri einnig ræst í skemmtiflokk þar sem þátttakendur hjóluðu eingöngu til skemmtunar en ekki í keppni við klukkuna.
Brautin liggur frá Skíðaskálanum upp á Hengilssvæðið, þaðan inn á þúsund vatna leiðina þar sem þátttakendur hjóla í árfarvegi Hengladalaár inn að Smjörþýfi, þangað að þjóðvegi númer 1 og undir hann í gegnum ræsi að gamla þjóðveginum sem þá er hjólaður í hávestur að Skíðaskálanum aftur.
Efstu 3 í karlaflokki overall
1. Pétur Wilhelm 01:04:29
2. Jón Arnar Tracey Sigurjónsson 01:06:33
3. Brynjar Logi Friðriksson 01:07:37
Efstu 3 í kvennaflokki overall
1. Guðbjörg Arnardóttir 01:34:08
2. Hanna Ýr Sigþórsdóttir 01:35:47
3. Anna Linda Sigurgeirsdóttir 01:36:25
Komið og takið þátt í spjallinu með öðrum keppendum og fylgist með á Facebook síðu keppninnar.
Öll úrslitin má finna hér: https://timataka.net/landsnet2022/
Myndir við mark: Mummi Lú
Myndir úr braut: Magnús Stefán