Sigurvegarar í Landsnet MTB 2022!

Kampakát við endalínuna

Pétur og Guðbjörg sigruðu Landsnet MTB
Veðrið lék við keppendur við Skíðaskálann í gær.

Fjallhjólreiðakeppnin Landsnet MTB fór fram við Skíðaskálann í Hveradölum í gær í blíðskapar veðri. Mótið er eitt fjögurra í Víkingamótaröðinni en um næstu helgi fer NOW Eldslóðin fram og laugardaginn 10. september er það KIA Gullhringurinn.

Landsnet MTB 2022
Við fengum frábært veður fyrir Landsnet MTB 2022 keppnina

Pétur Vilhelm kom fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum 1:04:29 og Guðbjörg Arnardóttir 01:34:08 sigraði kvennaflokkinn á . Einnig var boðið upp á rafhjólaflokk en það Dagný Pétursdóttir sem vann hann á tímanum 01:09:04 og þá væri einnig ræst í skemmtiflokk þar sem þátttakendur hjóluðu eingöngu til skemmtunar en ekki í keppni við klukkuna.

Brautin liggur frá Skíðaskálanum upp á Hengilssvæðið, þaðan inn á þúsund vatna leiðina þar sem þátttakendur hjóla í árfarvegi Hengladalaár inn að Smjörþýfi, þangað að þjóðvegi númer 1 og undir hann í gegnum ræsi að gamla þjóðveginum sem þá er hjólaður í hávestur að Skíðaskálanum aftur.

Efstu 3 í karlaflokki overall
1. Pétur Wilhelm 01:04:29
2. Jón Arnar Tracey Sigurjónsson 01:06:33
3. Brynjar Logi Friðriksson 01:07:37

Efstu 3 í kvennaflokki overall
1. Guðbjörg Arnardóttir 01:34:08
2. Hanna Ýr Sigþórsdóttir 01:35:47
3. Anna Linda Sigurgeirsdóttir 01:36:25

Komið og takið þátt í spjallinu með öðrum keppendum og fylgist með á Facebook síðu keppninnar.

Öll úrslitin má finna hér: https://timataka.net/landsnet2022/


Myndir við mark: Mummi Lú
Myndir úr braut: Magnús Stefán

Landsnet MTB - 2022
Einbeittur keppandi í Landsnet MTB – 2022
Landsnet MTB - 2022
Þeysum af stað í Landsnet MTB – 2022
Landsnet MTB - 2022
Við förum yfir holt og hæðir í Landsnet MTB – 2022

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik