Sigrún Magnúsdóttir kláraði Hengill Ultra 106 km
Sigrún B Magnúsdóttir var eina konan sem sem kláraði 106 km í Hengil Ultra í ár og fór brautina á 20:52:12. Henni var að sjálfsögðu fagnað hressilega í markinu. Við óskum Sigrúnu innilega til hamingju með þetta lengsta og mesta afrek kvenna í keppninni í ár.
Við erum þakklát fyrir að taka þátt í því að sjá drauma þátttakenda okkar verða að veruleika. Þetta eru augnablikin sem dregur okkur áfram í að gera betur og halda áfram ár eftir ár. Til hamingju Sigrún, frábært árangur.