Davíð Rúnar kláraði Hengill Ultra 100M
Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppandinn sem kláraði HENGILL 100M eða HENGIL 163 í ár. Hann kom í mark um klukkan 21:30 á laugardagskvöldinu og töluverður hópur tók á móti honum. Saga Davíðs í þessari vegalgengd er falleg. Hann náði ekki að klára þetta markmið sitt í fyrra og hugsa um það í heilt ár að klára verkefnið. Hann kom svo til leiks í síðustu viku undirbúinn, einbeittur og klár í verkefnið. Hann kláraði alla vegalengdina einn þar sem hin skráði hlauparinn hætti eftir einn hring af þremur.
Litli drengurinn hann Davíðs hljóp með honum síðustu metranna í mark með skráningarnúmer Davíðs frá því í fyrra. Mummi Lú ljósmyndarinn okkar fylgdi honum síðustu kílómetranna í mark þar sem allir aðrir keppendur voru komnir heim. Þessar fallegu myndir fangaði hann í kvöldsólinni.
Sjáumst á næsta ári