Bein útsending frá Hengill Ultra keppninni

Gleðin er aldrei langt frá í Hengill Ultra

Það styttist í Salomon Hengil Ultra en mótið verður ræst í miðbæ Hveragerðis núna á föstudag kl 14:00. Hlaupið er það lengsta og fjölmennasta á Íslandi en lengsta vegalengdin í hlaupinu er 100 mílur eða 163 km og um miðjan dag á mánudag voru skráningar komnar yfir 1000 hlaupara.

Ein mesta breytingin á þessu ári er sú að við verðum með beina útsendingu í samstarfi við vandað fyrirtæki sem heitir Skjáskot. Við munum senda út á Facebook Live og YouTube Live frá öllum ræsingum þessa árs og hefjast allar útsendingar klukkutíma fyrir hverja ræsingu fyrir sig.

Meðal gesta í þessu hlaupa-kosningasjónvarpi verða margir flottustu hlaupararnir í öllum vegalengdum hlaupsins. Rætt verður við fjölmarga sem koma að hlaupinu til að mynda samstarfsaðila okkar og kostendur sem og rekstraraðila og áhrifafólk í Hveragerði.

Rúllaði þessu upp!

Á föstudag verða útsendingar í tveimur hlutum. Sú fyrri fer í gang klukkan 13:00 og stendur fram yfir ræsingu 100 mílna hlaupsins og seinni útsendingin fer síðan í gang kl 21:00 og stendur til 22:45. Morguninn eftir fer útsending í gang uppúr 07:00 og stendur meira og minna yfir þangað til að öll hlaup hafa verið ræst og fremstu hlauparar lengstu hlaupanna verða komnir í mark.

Þannig mun allt hlaupaáhugafólk um allan heim geta fylgst með ræsingum og framgangi hlaupsins frá upphafi og nánast til enda en útsending fer fram á Facebook svæði hlaupsins og á YouTube rás Víkingamótanna.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik