Uppfærð dagskrá hjá Salomon Hengill Ultra Trail
Hér er þá komin uppfærð dagskrá fyrir Salomon Hengil Ultra. Endilega kynnið ykkur hana svo allt sé á hreinu og allir mæti á réttan stað á réttum tíma, það nennir enginn að missa af startinu! Ekki gleyma að það er frítt í sund fyrir alla keppendur sem er gasalega þægilegt eftir keppni og þið eruð svo sjálfskrafa komin í bingópottinn! Sjáumst hress!
Hérna er hægt að hala niður dagskránni
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ REYKJAVÍK
Kl. 12:00-18:00 Afhending gagna í Ölpunum, Faxafeni
Kl. 18:00-18:30 Brautarkynning í Íslensku Ölpunum í streymi á Facebook
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ REYKJAVÍK
Kl. 12:00-18:00 Afhending gagna í Ölpunum, Faxafeni
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ REYKJAVÍK
Kl. 12:00-18:00 Afhending gagna í Ölpunum, Faxafeni
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ HVERAGERÐI
Kl. 19:00-22:00 Afhending gagna í Expó höllinni
Kl. 12:00-13:30 Öryggisskoðun fyrir 100 mílur í Expó höllinni
Kl. 13:30-13:40 Brautarfundur í Expó höllinni
Kl. 13:45-14:00 Kynning á keppendum og ræsing 100 mílur (161 km)
Kl. 20:00-21:30 Öryggisskoðun fyrir 106 km og 53 km midnight hlaupara í Expó höllinni
Kl. 21:30-21:40 Brautarfundur í Expó höllinni
Kl. 21:45-22:00 Kynning á keppendum í 106 km
Kl. 22:00-22:05 Ræsing á 106 km
Kl. 22:10-22:20 Ræsing á 10 km, 26 km og 53 km MIDNIGHT EXPRESS
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ HVERAGERÐI
Kl. 06:00-23:00 Lokað fyrir umferð inn á mótsvæðið
Kl. 06:00 Bílastæði keppenda við Hamarshöll opnar
Kl. 06:00-07:30 Öryggisskoðun fyrir 53 km hlaupara í Expó höllinni
Kl. 06:30-14:00 Afhending gagna í Expó höllinni
Kl. 07:30-07:40 Brautarfundur í Expó höllinni
Kl. 08:00-08:10 Ræsing á 53 km hlaupara
Kl. 09:00-18:00 Expó í íþróttahúsinu í Hveragerði
Kl. 10:00-10:15 Ræsingar á 10 km
Kl. 12:00-13:00 Upphitun og brautarfundur fyrir 26 km við rásmark
Kl. 13:00-13:15 Ræsingar á 26 km
Kl. 14:00-14:10 Ræsingar á 5 km
EXPÓHÖLLIN Í HVERAGERÐI: Hjarta keppninnar er Expóhöllin sem er í íþróttahúsinu í Hveragerði sem er næst mótssvæðinu. Þar geta keppendur sótt allar upplýsingar, skráningargögn, haft fataskipti, borðað og sótt sér vatn. Þar fara allir brautarfundir fram og allar verðlaunaafhendingar.
Verðlaunaafhending: fer fram um leið og fyrstu þrír keppendur í hverjum flokki eru
komnir í mark. Afhendingin fer fram á aðalsviði mótsins í Expóhöllinni.
Brautarfundir: Allir brautarfundir fara fram í Expóhöllinni, þar verður aðstaða til
að borða og hafa fataskipti. Hér að ofan má sjá tímasettningar hvers og eins.
Aðstaða: Frítt er í sund fyrir keppendur. Skipti aðstaða fyrir 53 km, 106 km og 100 mílna hlaupara er í Expóhöllinni.
Bílastæði: Öll bílastæði eru upp við Hamarshöll. Stöðugur akstur er á milli mótssvæðisins og Hamarshallarinnar
Brautarbingó: Allir keppendur eru í pottinum og eru vinningshafar tilkynntir
um leið og þeir koma í mark þar sem dregið er úr öllum nöfnum sem hlaupa af stað í hverjum flokki.
HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ HLAUPURUM Á DRYKKJARSTÖÐVUM
OG VIÐ AÐALMARK KEPPNINNAR Á FACEBOOK SÍÐU HLAUPSINS