Þórir Erlingsson ráðinn framkvæmdastjóri Tailwind

Þórir Erlingsson

Þórir Erlingsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tailwind sem er eigandi Víkingamótana en hann tók við starfinu núna í janúar.

Víkingamótin samanstanda af nokkrum stærstu almenningsíþróttamótum landsins sem eru Götuhjólamótið Kia Gullhringurinn, Fjallhjóla og utanvegahlaupið Landsnet MTB og utanvegahlaupin Now Eldslóðin og Salomon Hengill Ultra. Bæði Kia Gullhringurinn og Salomon Hengill Ultra eru fjölsóttustu mót sinnar tegundar á Íslandi en þau laða að sér hundruð þátttakenda og fjölda áhorfenda ár hvert.

Þórir er matreiðslumeistari í grunninn og er með meistaragráðu frá University of South Carolina í gestrisni og ferðaþjónustustjórnun. Hann hefur á undanförnum árum starfað við kennslu hjá Háskólanum á Hólum við ferðaþjónustu og tengdar greinar og sem verkefnastjóri hjá Keili. Þórir er ekki ókunnur Víkingamótunum en hann hefur komið að framkvæmd þeirra frá upphafi síðustu ár hefur hann verið mótstjóri á vettvangi og borið hitan og þungan af skipulagi þeirra. 

Með ráðningunni er verið styrkja utanhald mótanna með það að leiðarljósi að styrkja faglega þætti skipulagsins og styðja við vöxt mótanna og aukin umsvif starfseminnar. með Samhliða þessari ráðningu hefur félagið hafið samstarf við alþjóðlega almennings íþróttamóta röð sem ber nafnið Rat Race en Tailwind mun sjá um framkvæmd mótaraðarinnar hérna á Íslandi næstu þrjú árin en uppselt er mótin hérlendis í sumar og svo gott sem uppselt í mót næsta árs. 

Þá eru viðræður í gangi við fleiri erlendar mótaraðir um sambærileg verkefni hér á landi um leið eru Víkingamótin í stöðugri þróun og mótun.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik