Úrslit í NOW Eldslóðinni
Stórskemmtilegur dagur við Vífilsstaðavatn í gær þar sem yfir 300 tóku þátt í hlaupaviðburðinum NOW Eldslóðin. Hægt var að taka þátt í þremur vegalengdum; 5K, 9K og 28K. Brautirnar voru hannaðar af Friðleifi Friðleifssyni, þjálfara landsliðsins í utanvegahlaupi og stóðu þær undir væntingum þar sem fjölbreytni og fegurð einkenndu þær. Stubbarnir mættu til að hvetja hlaupara áfram á síðustu metrunum ásamt fleiri fígúrum og Götuleikhúsið sá um að dansa þátttakendur af stað sem og í mark. Þátttakendur enduðu síðan vel heppnaðan dag á gómsætri hamborgara máltíð frá Hamborgarabúllu Tómasar.
Öll úrslit er að finna hér.
Kíktu á myndirnar á Facebook.



