Ný braut í smíðum og áframhaldandi samstarf við Garmin

NOW Eldslóðin - Garmin
NOW Eldslóðin – Garmin

Garminbúðin hefur verið dyggur og sterkur samstarfsaðili okkar í gegnum tíðina og heldur það frábæra samstarf áfram í ár. Við erum í óða önn að setja saman nýja og skemmtilega braut í samráði við nokkra þaulvana utanvegahlaupara, þ.á.m Friðleið Friðleifsson, ráðgjafa okkar og þjálfara landsliðs utanvegahlaupara.

Hjá Garminbúðinni á Íslandi er hægt að finna vandaðar hágæðavörur fyrir allskonar sport.

Eldslóðin er utanvegahlaup í fallegri og stórbrotinni náttúru Íslands, við borgarmörk!

Hlaupið er frá Vífilstöðum í Garðabæ, meðfram Vífilstaðavatni, inn að Búrfellsgjá og þar upp að Helgafelli og aftur tilbaka a Vífilstöðum.

Keppnisbrautin er hugsuð þannig að um leið og hlaupið sé áskorun fyrir lengra komna, sé brautin um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá eru líka hugsaðar tvær styttri keppnisbrautir með það að leiðarljósi að í lok sumars geti þetta verið skemmtilegt uppskeruhlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.

Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á 100KM liðakeppni sem er skipt upp þannig að fjórir keppendur hlaupa 25KM hringinn og gildir samanlagður tími þeirra í liðakeppni en að sjálfsögðu virkar tíminn þeirra líka sem einstaklings tími.

Eins og í öllum hinum Víkingamótunum, verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik