Komdu þér í form fyrir Hengil Ultra 2021 með Náttúruhlaupum

Hengill Ultra
Hengill Ultra

Við mælum með þessu magnaða prógrammi Náttúruhlaupum sem kemur ykkur í topp hlaupaform fyrir Hengil Ultra 2021. Kynningarkvöld Ultra prógram Náttúruhlaupa. Fjarfundarkynning á Zoom mánudagskvöldið 4. janúar kl. 19:30

Hlekkur á fund: https://us02web.zoom.us/j/89253975243…

Ultra prógramið er hlaupanámskeið fyrir vana hlaupara. Umsjón og þjálfun: Rúna Rut Ragnarsdóttir og Elísabet Margeirsdóttir. Hentar hlaupurum sem hafa góðan bakgrunn og reynslu af náttúruhlaupum. Hafa hlaupið reglulega (4-5 klst. á viku) og vanir lengri hlaupaæfingum (>1,5-2 klst.). Sniðið fyrir þá sem stefna á að keppa í lengri og krefjandi utanvegakeppnum á borð við Hengil Ultra 50/100km/100mílur, Mt. Esja Maraþon eða lengri hlaup erlendis.

Fyrri hluti Ultra prógramsins hefst 11. janúar með fjarþjálfunarsniði og sameiginlegar æfingar með þjálfara hefjast eftir 22. febrúar. Áhersla á að byggja upp sterkan grunn.

Seinni hluti Ultra prógramsins hefst eftir páska og lýkur 6. júní. Áhersla á sérhæfða þjálfun fyrir þitt markmið. Sameiginlegar æfingar verða á sunnudagsmorgnum og kl. 17:20 á miðvikudögum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu: https://natturuhlaup.is/ultra-program/Hlökkum til að hitta ykkur!Elísabet og Rúna Rut

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2025
Website by: Gasfabrik