Kynntu þér nýjar leiðir og nýja flokka hér

  • 12 km: Æringjar keppni. 
  • 12 km: Litla flóaveitan – Samhjól fjölskylduflokkur.
  • 43 km: Gaulverjar, B Keppnisflokkur 
  • 43 km: Stóra flóaveitan, samhjól fjörflokkur
  • 66 km: Villingar, A Keppnisflokkur 
  • 96 km Flóabardaginn, Elite keppnisflokkur 

12 km: Æringjar keppni. 
Tímatökuflokkur, hugsaður fyrir unga keppendur 12 ára til 16 ára.
            • Vegalengd: 12.0 km.
            • Dagsetning: 10. júlí 2021
• Ræsing: 18:00
            • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 3.900,- kr
            • Skráningargjald frá 10. febrúar 5.500,- kr
            • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann þann 6. júlí 2021
            • Þátttökumedalía, grill að keppni lokinni. 
            • Verðlaun fyrir þrjá efstu í kk og kvk flokki í hverjum árgangi frá 12 til 16 ára. 

12 km: Litla flóaveitan – Samhjól fjölskylduflokkur.
Hugsaður sem „Njóta-ekki-þjóta“ flokkur fyrir alla fjölskylduna engin tímataka
Þátttöku medalíur fyrir alla en engin overall verðlaun.
            • Vegalengd: 12.0 km.
            • Dagsetning: 10. júlí 2021
• Ræsing: 18:05
            • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 3.900,- kr
            • Skráningargjald frá 10. febrúar 5.500,- kr
            • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
            • Þátttökumedalía, grill að keppni lokinni.
            • Allir fá þátttöku medalíu en engin pallaverðlaun. 
            • Opin fyrir rafmagnshjól

43 km: Gaulverjar, B Keppnisflokkur 
Tímataka (hugsaður fyrir nýja keppendur í sportinu)
            • Vegalengd: 43.0 km.
            • Dagsetning: 10. júlí 2021
• Ræsing: 18:30
            • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 8.900,- kr
            • Skráningargjald frá 10. febrúar 12.900,- kr
            • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
            • Matur og drykkur í brautinni. 
            • Vegleg Víkingamóta  þátttökumedalía, hressing í brautinni og grill og drykkir að keppni lokinni.

43 km: Stóra flóaveitan, samhjól fjörflokkur
Hugsaður sem „Njóta-ekki-þjóta“ flokkur fyrir alla, tímataka en ekki keppni.
Þátttöku medalíur fyrir alla en engin overall verðlaun.
            • Vegalengd: 43.0 km.
            • Dagsetning: 10. júlí 2021
• Ræsing: 18:35
            • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 7.900,- kr
            • Skráningargjald frá 10. febrúar 11.900,- kr
            • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
            • Matur og drykkur í brautinni. 
            • Vegleg Víkingamóta  þátttökumedalía, hressing í brautinni og grill og drykkir að keppni lokinni.
            • Opin fyrir rafmagnshjól

66 km: Villingar, A Keppnisflokkur 
Tímataka (hugsaður fyrir öfluga keppendur)
            • Vegalengd: 66. km  
            • Dagsetning: 10. júlí 2021
• Ræsing: 19:05 
            • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 8.900,- kr
            • Skráningargjald frá 10. febrúar 12.900,- kr
            • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
            • Vegleg Víkingamóta  þátttökumedalía, hressing í brautinni og grill og drykkir að keppni lokinni.
            • Vegleg þátttökumedalía, máltíð að keppni lokinni.

96 km Flóabardaginn, Elite keppnisflokkur 
Tímataka (Hugsaður fyrir afreks keppendur) 
            • Vegalengd: 96.0 km.
            • Dagsetning: 10. júlí 2021
• Ræsing: 19:00
            • Skráningargjald til miðnættis 9. febrúar: 8.900,- kr
            • Skráningargjald frá 10. febrúar 12.900,- kr
            • Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 6. júlí 2021
            • Vegleg Víkingamóta  þátttökumedalía, hressing í brautinni og grill og drykkir að keppni lokinni.
            • Vegleg þátttökumedalía, máltíð að keppni lokinni.

Hjarta keppninnar verður efst á Árveginum fyrir framan Hótel Selfoss þaðan verða allir flokkar ræstir en keppnin fer fram seint á laugardegi og hjólað er þaðan í austur. Þegar komið er austur að Byko fara keppendur í styttri vegalengdum niður Gaulverjabæjar veg. Þeir sem fara styðst fara Votmúlahringinn en aðrir niður að strönd í gegnum Stokkseyri og þaðan inn á Eyrarbakka og svo í mark á Selfossi. Þeir sem hjóla lengst fara hinsvegar út þjóðveg 1 að Villingaholtsvegi og þaðan niður að strönd um Stokkseyri, Eyrarbakka og svo í mark. 

Samningar hafa verið gerðir á milli keppnishaldara og sveitarfélagsins Árborgar um samstarf í kringum keppnishaldið en mikil áhersla er lögð á öryggismál, bæði keppenda og árhorfenda. Þá er einnig í samningum lagður grunnur að sameignlegu markað og kynningarstarfi á keppnishelginni sjálfri en báðir aðilar gera miklar væntingar til þess að keppnin muni laða að gesti sem vilja njóta helgarinnar í Árborg og  fylgjast með keppninni um leið. Þá er það einnig markmið beggja að keppnisbrautirnar verði með tímanum vinsælar hjólaleiðir æfingahópa og áhugafólks.

Deildu þessari grein:

Nýjustu fréttirnar

14.09.2024

Úrslit Garmin Eldslóðin

10.09.2024

Matarvagnar og DJ Victor

10.09.2024

Afhending gagna á föstudag

08.08.2024

Dagskrá Garmin Eldslóðin 2024

Hafðu samband

© Víkingamótin 2020 - 2024
Website by: Gasfabrik