AFHENDING KEPPNISGAGNA
AFHENDING KEPPNISGAGNA Í KIA UMBOÐINU KRÓKHÁLSI 13. FÖSTUDAG FRÁ 13:00 – 18:00
Mjög áríðandi hlutir.
1. Afhending keppnisgagna er í Öskju á FÖSTUDAG frá kl 12:00 til 18:00.
2. Hægt verður að sækja gögn og skrá sig í Fontana frá 10:00 á laugardagsmorgun (Keppnisdag) en ekki er hægt að tryggja fullan keppnispoka á keppnisdag.
3. BRAUTARFUNDUR KL 15:30 VIÐ ML
4. Ræsing er klukkan 16:00 við Menntaskólann á Laugarvatni
5. Rautt stöðugt afturljós er skilda á hnakkpípu
Keppnistaskan inniheldur númer, keppnisflögu, súkkulaði, Barilla pasta og Mutti pasta sósu. Þá fylgja aðgöngumiðar í Fontana, og grillið og drykki sem er ÁRÍÐANDI AÐ HAFA MEÐ SÉR. Keppnistaskan sjálf eru fjölnota KIA Gullhrings poki úr endurunnum efnum.
Til að sporna við plastnotkun bjóðum við uppá Poweraed duft og blöndur á Laugarvatni og á drykkjarstöðvum en afhendum ekki Powerade í brúsum í keppnis poka þar sem yfirgnæfandi meirihluti keppenda umhellir drykknum í eigin brúsa. Þá var breytt úr bol yfir í fjölnota innkaupapokan úr endurunnum efnum í ár af umhverfissjónarmiðum.
Á næstu árum tökum við enn fleiri og ákveðnari skref í átt að því að gera KIA Gullhringinn að plast lausri keppni og einblínum á að endurvinna og hafa affall óþarfa umbúða og efnis sem minnstan.
ALLIR KEPPENDUR FÁ KIA GULLHRINGS ÞÁTTTÖKU MEDALÍU AÐ LOKINNI KEPPNI Í SKIPTUM FYRIR KEPPNISFLÖGUR. MEDALÍAN ER UM LEIÐ UPPTAKARI 🙂 SEM GEFUR MEDALÍUNNI MEIRA GILDI.